15. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:27

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi. Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 8. - 12. fundar samþykktar með fyrirvara um að athugasemdir berist fyrir hádegi á morgun.

2) Kynning á skýrslu nefndar sem skipuð var af Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið Kl. 09:04
Á fundinn kom Páll Hreinsson og kynnti skýrslu nefndar sem skipuð var af Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið. Þá svaraði Páll spurningum nefndarmanna.

3) 48. mál - kynjavakt Alþingis Kl. 11:00
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00